Leiðtogi kristinna manna í Beirút skotinn til bana

Pierre Gemayel.
Pierre Gemayel. Reuters

Pierre Gemayel, stjórnmálaleiðtoga kristinna manna í Líbanon og ráðherra í ríkisstjórn landsins, var skotinn til bana í úthverfi Beirút í dag. Ljóst er að þetta mun enn auka á spennu milli fylkinga í landinu en hörð valdabarátta hefur verið milli þeirra sem eru hliðhollir Sýrlendingum og hinna sem vilja losa Líbanon undan áhrifum Sýrlands.

Gemayel var fluttur á nálægt sjúkrahús að sögn líbanskra fjölmiðla og nokkru síðar bárust fréttir af því að hann væri látinn.

Gamayel, sem var iðnaðarráðherra Líbanons, var sonur Amins Gemayels, fyrrum forseta landsins. Hann var félagi í svonefndum Falangistaflokki og hefur skipað sér í flokk þeirra þingmanna, sem vilja losa landið undan áhrifum Sýrlendinga. Sú fylking stendur nú í harðri valdabaráttu við stuðningsmenn Sýrlendinga undir forustu Hizbollah-samtakanna.

Vefur um Líbanon

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert