Balkenende lýsir yfir sigri í hollensku kosningunum

Jan Peter Balkenende og Bianca veifa til stuðningsmanna sinna í …
Jan Peter Balkenende og Bianca veifa til stuðningsmanna sinna í Haag í kvöld. Reuters

Jan Peter Bal­ken­ende, for­sæt­is­ráðherra Hol­lands og leiðtogi Kristi­lega demó­krata­flokks­ins þar í landi, lýsti í kvöld yfir sigri í þing­kosn­ing­um, sem fóru fram í land­inu í dag. Sagði hann að flokk­ur sinn væri aft­ur stærsti þing­flokk­ur lands­ins, þökk væri fjög­urra ára erfiðri bar­áttu. Ljóst er hins veg­ar, að erfitt get­ur orðið að mynda nýja rík­is­stjórn í kjöl­far kosn­inga­úr­slit­anna.

Kristi­leg­ir demó­krat­ar og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hafa myndað rík­is­stjórn á kjör­tíma­bil­inu sem er að ljúka en ljóst er að flokk­arn­ir hafa ekki meiri­hluta á nýju þingi. Kosn­inga­banda­lag und­ir for­ustu Verka­manna­flokks­ins fær held­ur ekki hrein­an meiri­hluta.

Þegar búið var að telja 80% at­kvæða var út­lit fyr­ir að Kristi­legi demó­krata­flokk­ur­inn fengi 41 þing­sæti, sem er betri út­koma en gert var ráð fyr­ir, og Verka­manna­flokk­ur­inn fái 33 þing­sæti. Helsti sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna er þó Sósí­al­ista­flokk­ur­inn, sem hafði 9 þing­menn en fær nú 25. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fær 22 þing­sæti, tap­ar 6. Alls sitja 150 þing­menn á hol­lenska þing­inu.

Lík­legt er talið að Bal­ken­ende fái umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar og segja frétta­skýrend­ur hugs­an­legt að hann reyni að mynda stjórn með Verka­manna­flokkn­um. Bal­ken­ende er fimm­tug­ur að aldri. Hann hef­ur fengið viður­nefnið Harry Potter, þar sem hon­um þykir svipa til sögu­per­són­unn­ar. Bal­ken­ende var óvin­sæll í byrj­un stjórn­artíðar sinn­ar vegna þess að rík­is­stjórn­in greip til strangra sparnaðaraðgerða en nú þykir ljóst, að um­bæt­urn­ar, sem hann beitti sér fyr­ir, hafi leitt til þess að efna­hags­lífið í Hollandi er blóm­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert