Verkamannaflokkurinn aftur orðinn stærstur í Noregi

Verka­manna­flokk­ur Jens Stolten­bergs for­sæt­is­ráðherra nýt­ur nú aft­ur mests fylg­is norskra stjórn­mála­flokka, en fylgi helsta keppi­naut­ar­ins, Fram­fara­flokks­ins, hef­ur dalað. Kem­ur þetta fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem gerð var fyr­ir NRK. Hef­ur Fram­fara­flokk­ur­inn misst 4,2% fylgi.

Verka­manna­flokk­ur­inn eyk­ur fylgi sitt um 1,7% í 28,6%, og sagði Stolten­berg að fylgisaukn­ing­una mætti rekja til þess að flokk­ur­inn hefði staðið við kosn­ingalof­orð sín. Siv Jen­sen, leiðtogi Fram­fara­flokks­ins, sagði að niður­stöður könn­un­ar­inn­ar gætu verið "til­vilj­un", en það gæti líka verið að kjós­end­ur væru ein­fald­lega ánægðir með störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert