Verkamannaflokkurinn aftur orðinn stærstur í Noregi

Verkamannaflokkur Jens Stoltenbergs forsætisráðherra nýtur nú aftur mests fylgis norskra stjórnmálaflokka, en fylgi helsta keppinautarins, Framfaraflokksins, hefur dalað. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir NRK. Hefur Framfaraflokkurinn misst 4,2% fylgi.

Verkamannaflokkurinn eykur fylgi sitt um 1,7% í 28,6%, og sagði Stoltenberg að fylgisaukninguna mætti rekja til þess að flokkurinn hefði staðið við kosningaloforð sín. Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, sagði að niðurstöður könnunarinnar gætu verið "tilviljun", en það gæti líka verið að kjósendur væru einfaldlega ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert