Fórnarlömb sprengjuárásanna í Bagdad borin til grafar; tala látinna komin yfir 200

Maður sést hér fella tár við útför fórnarlamba sprengjuárásanna í …
Maður sést hér fella tár við útför fórnarlamba sprengjuárásanna í dag. Reuters

Íbúar Sadr-borg­ar báru til graf­ar í dag þá ein­stak­linga sem lét­ust í sprengju­árás­un­um í gær, sem eru þær mestu sem hafa verið gerðar í Bagdad frá því Banda­rík­in gerðu inn­rás í Írak árið 2003. Greina mátti mikla reiði og sorg meðal fólks­ins sem gekk á eft­ir kist­um hinna látnu í dag. Sam­kvæmt nýj­um töl­um frá ír­ösk­um lög­regl­unni er tala lát­inna kom­in upp í 202.

Útgöngu­bann hef­ur verið lýst yfir í borg­inni og sáust fáir aðrir á ferli en þeir sem syrgðu hina látnu og ör­ygg­is­sveit­ar­menn sem stóðu vakt­ina.

Sjít­ar, sem búa í hinu víðfeðma og póli­tískt rót­tæka fá­tækra­hverfi, fjöl­menntu í Bagdad og var kist­um komið fyr­ir á bif­reiðum sem óku löt­ur­hægt eft­ir göt­um borg­ar­inn­ar í átt að hinni heil­ögu Najaf-borg og gekk fólk á eft­ir þeim.

Írösk stjórn­völd hafa kallað eft­ir því að menn sýni still­ingu eft­ir sprengju­árás­irn­ar sem áttu sér stað í gær, en aldrei hafa meiri lík­ur á því að trú­ar­bragðastyrj­öld muni brjót­ast út á mill sjíta, sem eru í meiri­hluta, og súnní Ar­aba.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert