Kofi Annan segir Írak ramba á barmi borgarastyrjaldar

Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ. Reuters

Kofi Ann­an, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, sagði í dag að Írak rambi „næst­um því“ á barmi borg­ara­styrj­ald­ar, eða hún myndi brjót­ast brátt út, verði ekki gripið til rót­tækra aðgerða til að sporna við hinum mann­skæðu trú­ar­bragðaátök­um sem hafa staðið yfir í Írak.

Þegar Ann­an var spurður hvort að borg­ara­styrj­öld geysi nú í Írak sagði hann: „Ég held, miðað við þá þróun sem hef­ur átt sér stað, að ef verði ekki gripið til rót­tækra og skjótra aðgerða til þess að taka á ástand­inu, sem fer versn­andi, þá gæt­um við verið kom­in þangað, í raun­inni erum við næst­um því þar.“

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti mun á miðviku­dag og fimmtu­dag ræða við Nouri al-Maliki, for­seta Íraks, í Amm­an í Jórdan­íu um ástandið í Írak.

Fund­ur­inn mun eiga sér stað tæpri viku eft­ir að bíl­sprengju­árás­ir skildu yfir 200 sjíta eft­ir í valn­um í Bagdad, og var árás­in til marks um harðnandi trú­ar­bragðaátök í land­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert