Þrír fluttir til geislarannsókna í kjölfar andláts Lítvínenkos

Vegfarendur ganga fram hjá Itsu veitingahúsinu í miðborg Lundúna þar …
Vegfarendur ganga fram hjá Itsu veitingahúsinu í miðborg Lundúna þar sem leifar af geislavirku efni fundust. Reuters

Þrjár manneskjur hafa verið fluttar til geislarannsóknar í kjölfar andláts njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítvínenkos, sem lést af völdum eitrunar á háskólasjúkrahúsi í London á fimmtudag. Fréttavefur Sky greinir frá þessu. Geislavirka efnið pólóníum 210 fannst í líki Lítvínenkos og leifar af efninu hafa einnig fundist á heimili hans og veitingahúsi og hóteli í Lundúnum, sem Lítvínenko heimsótti daginn sem hann veiktist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert