Nicolas Sarkozy býður sig fram til forseta Frakklands

Niolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands.
Niolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands. AP

Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst yfir forsetaframboði sínu en forsetakosningar munu fara fram í landinu á næsta ári.p> Ekki er hægt að segja að ákvörðun Sarkozys hafi komið á óvart þar sem margir bjuggust við henni. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum þykir Sarkozy líklegastur til þess að verða kjörinn næsti forseti landsins.

Miðhægri flokkur hans, UMP, mun útnefna frambjóðanda úr sínum röðum í janúar nk.

Hver sá sem ber sigur úr býtum úr þeirri baráttu, en geta verður þess að Jacques Chirac, núverandi forseti, hefur ekki útlokað framboð, mun etja kappi við Segolene Roeyal, frambjóðanda Sósíalistaflokksins.

Í viðtali, sem mun birtast í heild sinni í frönskum fjölmiðlum á morgun, var Sarkozy spurður hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta.

„Svar mitt er já,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert