Bandarískar fjármálastofnanir varaðar við hugsanlegri netárás al-Qaeda

00:00
00:00

Banda­rísk stjórn­völd hafa varað þarlend­ar fjár­mála­stofn­an­ir við hugs­an­legri netárás af hálfu hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda á vefsíður banka og fjár­mála­stofn­ana og á viðskipta­vefi frá og með deg­in­um í dag. Reu­ters­frétta­stof­an hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni, sem þekk­ir til mála, að al-Qa­eda hafi hótað því að eyðileggja gagna­banka banda­rískra fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Ráðuneyti heima­varna í Banda­ríkj­un­um staðfesti, að viðvör­un­in hefði verið gef­in út, en eng­in ástæða væri að ætla að hót­un al-Qa­eda væri trú­verðug.

Í viðvör­un­inni seg­ir, að al-Qa­eda hóti að hefja árás­irn­ar í dag og halda þeim áfram út des­em­ber í hefnd­ar­skyni fyr­ir það að meint­um hryðju­verka­menn séu hafðir í haldi í fanga­búðunum við Guantánamoflóa á Kúbu.

Að sögn Reu­ters­frétta­stof­unn­ar kom hót­un­in frá hópi, sem nefn­ir sig AN­HI­AR al-Doll­ar og sagður er tengj­ast al-Qa­eda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka