Áfrýjun Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, vegna dauðadóms sem hann hlaut fyrir glæpi gegn mannkyni, hefur verið lögð inn formlega af lögfræðingum hans. Hussein og sex samverkamenn hans fengu dóm fyrir morð á 148 sjítum fyrir um 24 árum. Hussein og tveir aðrir fengu dauðadóm, einn var dæmdur í lífstíðarfangelsi, þrír fengu 15 ára fangelsisdóm hver og einn var sýknaður. Sky segir frá þessu.