Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands sem jafnan er kallaður kynþokkafyllsti maður Finnlands, sagði upp fyrrverandi kærustu sinni, Susan Kuronen, með sms-skilaboðum. Vanhanen kynntist henni á netinu. Kuronen segir frá þessu í finnskri útgáfu bandaríska tímaritsins Us Women
Vanhanen er 51 árs, fráskilinn og tveggja barna faðir. Hann sleit sambandinu fyrir nokkrum vikum en enn er mikið fjallað um það í fjölmiðlum í Finnlandi. Kuronen er 36 ára.
Að sögn Reutersfréttastofunnar vill Vanhanen ekki ræða við fjölmiðla um samband sitt við Kuronen. Jacques Chirac, forseti Frakklands, kallaði Vanhanen kynþokkafyllsta mann Finnlands fyrr á árinu og það hefur fests við hann. Finnar nota netið einna mest allra þjóða heims.