Herinn rænir völdum á Fiji-eyjum

Hermenn við heimili forsætisráðherra Fiji-eyja
Hermenn við heimili forsætisráðherra Fiji-eyja Reuters

Frank Bainimarama, yfirmaður hersins á Fiji-eyjum sagði fyrir stundu að herinn þar hafi tekið völdin í landinu og að forsætisráðherranum Laisena Qarase hafi verið sagt upp störfum. Forsætisráðherra Fiji-eyja, Laisena Qarase, segist vera í stofufangelsi og að hermenn hafi umkringt heimili hans. Forseti landsins sagður styðja herinn en hann hefur leyst upp þing landsins.

Helen Clark, forsætisráðherra nágrannaríkisins Nýja Sjálands gagnrýndi forsetann harðlega í nótt og sakaði hann um að láta undan þrýstingi og hótunum hersins. Varaði hún við því að afleiðingarnar af valdaráni yrðu alvarlegar.

Ástralar og Ný-Sjálendingar hafa þó neitað að senda herlið til Fiji-eyja til að vernda stjórnvöld þar af ótta við að slíkti gæti hrundið af stað ofbeldisöldu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert