Geimferjunni Discovery var ekki skotið á loft í dag vegna veðurs, bandaríska geimferðastofnunin ákvað þetta fimm mínútum áður en senda átti ferjuna af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar ISS.
Gerð verður önnur tilraun til að senda flaugina á loft næstu nótt. Svíinn Christer Fuglesang er með í för en hann verður fyrsti Svíinn til að fara í geimferð. Fuglesang er 49 ára gamall og hefur starfað hjá Evrópsku geimferðastofnuninni (ESA) í 14 ár.