Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í óvænta ferð til Íraks til að þakka bandarískum hermönnum fyrir þjónustu þeirra í Írak. Að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins vill Rumsfeld jafnframt þakka fjölskyldum hermannanna fyrir þær fórnir, sem þær hefðu fært dag hvern fyrir alla Bandaríkjamenn.
Talsmaðurinn sagði, að Rumsfeldt hefði lagt af stað á föstudag en vildi ekki tjá sig nánar um ferðaáætlun ráðherrans.
Rumsfeld sagði af sér embætti í nóvember, daginn eftir að repúblikanar töpuðu þingkosningum í Bandaríkjunum en það tap var einkum rakið til ástandsins í Írak. Gert er ráð fyrir að Robert Gates, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, taki við af Rumsfeld eftir 9 dag.