Uppreisnarmenn myrtu 20 óbreytta borgara í Vestur-Darfur

Að minnsta kosti 20 óbreyttir borgarar létu lífið þegar súdanskir uppreisnarmenn réðust á flóttamenn í vesturhluta Darfur, frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag.

Janjaweed uppreisnarherinn sem styður ríkisstjórn landsins notaði handsprengjur til þess að gera árás á þegar hópur flóttamanna var að snúa aftur til bæjarins El Geneina í gær að sögn hjálparstarfsmanns.

Janjaweed-liðar kveiktu í líkunum og í kjölfarið brutust út óeirðir í bænum í dag.

Að sögn talskonu SÞ í Súdan er staðfest að a.m.k. 20 hafi látist.

Hjálparstarfsmaðurinn segir hinsvegar að fleiri hafi látið lífið í árásinni eða um 30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert