Kofi Annan mun flytja lokaræðu sína sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna innan stundar, og mun hann hvetja Bandaríkjamenn til þess að sýna fram á leiðtogahæfni sína með því að starfa með öðrum þjóðum.
Þá mun hann einnig segja að mannréttindi og lög séu lykilinn á öryggi á heimsvísu og velmegun. Þá mun hann segja að stjórnvöld í Washington verði að vera trúa grundvallargildum sínum.
Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC telur líklegt að ræðan verði túlkuð sem ávítur á stefnur George W. Bush Bandaríkjaforseta.
Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon mun taka við af Annan þann 1. janúar nk.