Annan mun ávíta Bandaríkin í lokaræðu sinni sem framkvæmdastjóri SÞ

Kofi Annan hefur verið framkvæmdastjóri SÞ frá árinu 1997.
Kofi Annan hefur verið framkvæmdastjóri SÞ frá árinu 1997. AP

Kofi Annan mun flytja lokaræðu sína sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna innan stundar, og mun hann hvetja Bandaríkjamenn til þess að sýna fram á leiðtogahæfni sína með því að starfa með öðrum þjóðum.

Þá mun hann einnig segja að mannréttindi og lög séu lykilinn á öryggi á heimsvísu og velmegun. Þá mun hann segja að stjórnvöld í Washington verði að vera trúa grundvallargildum sínum.

Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC telur líklegt að ræðan verði túlkuð sem ávítur á stefnur George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon mun taka við af Annan þann 1. janúar nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert