Mikil reiði vegna barnatilræðanna á Gasa

Lík barnanna, sem skotin voru til bana í Gasaborg í …
Lík barnanna, sem skotin voru til bana í Gasaborg í morgun, sveipuð fána Fatah-samtakanna. AP

Mik­il reiði rík­ir á Gasa­svæðinu eft­ir að þrír ung­ir syn­ir hátt­setts emb­ætt­is­manns Fatah-hreyf­ing­ar­inn­ar voru skotn­ir til bana fyr­ir utan skóla sinn í morg­un. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu­manna, hef­ur for­dæmt til­ræðið og sagt það ljót­an og ómennsk­an glæp. Þá hef­ur fjöldi fólks safn­ast sam­an á til­ræðisstaðnum og hótað hefnd­um fyr­ir börn­in. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz.

Börn­in þrjú, sem voru sex, sjö og átta ára, og einn veg­far­andi létu lífið er vopnaðir menn létu skot­um rigna yfir bif­reið, sem börn­in voru í. Hundruð skóla­barna voru á staðnum er til­ræðið var framið en níu skól­ar eru á svæðinu.

„Morðingjarn­ir vissu að Baha var ekki í bíln­um því hann keyrði aldrei börn sín í skóla. Þeir gátu ekki kom­ist að hon­um þannig að þeir drápu börn­in hans,” seg­ir ónefnd­ur palestínsk­ur emb­ætt­ismaður og vís­ar þar til Baha Balous­heh, föður barn­anna, en hann slapp ómeidd­ur úr bana­til­ræði í sept­em­ber á þessu ári.

Balous­heh starfar hjá palestínsku leyniþjón­ust­unni og fyr­ir ára­tug stjórnaði hann aðgerðum sem miðuðu að því að brjóta Ham­as-sam­tök­in á bak aft­ur. Mik­il spenna er á milli stuðnings­manna Fata-hreyf­ing­ar­inn­ar og Ham­as-sam­tak­anna eft­ir að Frels­is­sam­tök Palestínu (PLO) mælti með því að kosn­ing­ar færu fram á sjálf­stjórn­ar­svæðum Palestínu­manna en Abbas lýsti því ný­lega yfir að hann hefði gef­ist upp á til­raun­um sín­um til að mynda þjóðstjórn Fatah og Ham­as.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert