Liðsmenn Hamas skutu á mótmælendur á Gasasvæðinu

Mikill mannfjöldi fylgdi drengunum til grafar í Gasaborg í gær.
Mikill mannfjöldi fylgdi drengunum til grafar í Gasaborg í gær. AP

Fjór­ir slösuðust er vopnaðir liðsmenn Ham­as-sam­tak­anna skutu á stuðnings­menn Fatah-hreyf­ing­ar­inn­ar á sunn­an­verðu Gasa­svæðinu í morg­un en fólkið sem skotið var á var sam­an komið til að taka þátt í mót­mæla­sam­komu vegna skotárás­ar sem varð þrem­ur ung­um börn­um að bana í borg­inni í gær. Eng­inn hef­ur lýst ábyrgð á dauða barn­anna á hend­ur sér en for­svars­menn Fatah-hreyf­ing­ar­inn­ar hafa sakað liðsmenn Ham­as-sam­tak­anna um til­ræðið.

Sa­leh Hammad, einn af leiðtog­um Fatah á svæðinu seg­ir mót­mæl­in hafa farið friðsam­lega fram áður en skot­hríðin hófst en að þó hafi nokk­ur börn kastað stein­um í Ham­as-liðana. „Jafn­vel þótt eitt eða jafn­vel nokk­ur börn hafi misst stjórn á skapi sínu og kastað stein­um þá er það ekki ástæða til að skjóta á þau," seg­ir hann.

Dreng­irn­ir þrír voru syn­ir Baha Balous­heh, liðsmanns Fatah-hreyf­ing­ar­inn­ar, sem er hátt­sett­ur inn­an palestínsku leyniþjón­ust­unn­ar en fyr­ir tíu árum stjórnaði hann m.a. aðgerðum sem miðuðu að því að brjóta Ham­as-sam­tök­in á bak aft­ur.

Baha Balousheh var umkringdur lífvörðum er hann fylgdi sonum sínum …
Baha Balous­heh var um­kringd­ur líf­vörðum er hann fylgdi son­um sín­um til graf­ar í gær. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert