Bandarískur öldungadeildarþingmaður fær heilablóðfall

Tim Johnson, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Suður-Dakóda í Bandaríkjunum, fékk heilablóðfall í dag. Ekki er vitað nánar um líðan Johnsons, en geti hann ekki tekið sæti á Bandaríkjaþingi, þegar það kemur saman aftur í janúar, þarf ríkisstjóri Suður-Dakóda að tilnefna nýjan þingmann í hans stað. Ríkisstjórinn, Michael Rounds, er repúblikani og tilnefni hann flokksbróður sinn í öldungadeildina mun valdajafnvægið þar raskast.

Í þingkosningum, sem fóru fram í nóvember, fengu Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn 49 þingmenn hvor. Tveir þingmenn eru óháðir en fylgja demókrötum að málum. Falli atkvæði í öldungadeildinni jafnt greiðir varaforseti Bandaríkjanna úrslitaatkvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert