Hamas segja að reynt hafi verið að myrða Haniyeh

Særður Palestínumaður borinn burt við Rafa landamærastöðina í gærkvöld.
Særður Palestínumaður borinn burt við Rafa landamærastöðina í gærkvöld. Reuters

Hamas-samtökin segja að skotárás sem gerð hafi verið á bílalest Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, hjá landamærastöð Rafa á Gasa, hafi verið morðtilræði af hálfu keppinauta samtakanna. Haniyeh og föruneyti þurftu að bíða í margar klukkustundir við landamærin áður en þeim var hleypt inn á Gasa. Lífvörður ráðherrans féll í árásinni og sonur Haniyeh fékk skot í andlitið. Landamæraverðir hliðhollir Fatah-hreyfingunni skutu á öryggissveitir Haniyeh.

. Ísraelsher lokaði landamærastöðinni í gær og þá ruddust vopnaðir Hamas-liðar inn á landamærastöðina og báru þar verði ofurliði. Fréttaritari BBC á svæðinu, Alan Johnston, segir miklar ringulreið hafa verið þarna. Atvikið náðist á sjónvarpsupptökuvélar. Ísraelar létu loka landamærunum af því Haniyeh væri með tugmillljónir dollara í fórum sínum. Þær myndu fara í að fjármagna hryðjuverk

Fjöldi Palestínumanna fagnaði Haniyeh þegar hann sneri heim í gær.
Fjöldi Palestínumanna fagnaði Haniyeh þegar hann sneri heim í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert