Vísindamenn mótmæla

Um 10.000 bandarískir vísinda- og fræðimenn hafa undirritað yfirlýsingu þar sem mótmælt er pólitískum afskiptum af starfi þeirra. Í þessum hópi eru 52 Nóbelsverðlaunahafar.

Bandarískir vísindamenn hafa stofnað með sér sérstök samtök til að berjast gegn misnotkun stjórnvalda á vísindalegum niðurstöðum. Í yfirlýsingu frá þeim segir, að algengt sé, að alríkisstofnanir séu beðnar að breyta tölum og vísindalegum niðurstöðum svo þær passi við stefnu stjórnvalda. Þá sé ritskoðun beitt, ekki síst hvað varðar umhverfismál og kynfræðslu. Er því haldið fram, að þetta hafi gerst vegna þess, að meirihluti repúblikana á þingi hafi brugðist þeirri skyldu sinni að standa vörð um sjálfstæði vísinda- og fræðimanna. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka