Vísindamenn mótmæla

Um 10.000 banda­rísk­ir vís­inda- og fræðimenn hafa und­ir­ritað yf­ir­lýs­ingu þar sem mót­mælt er póli­tísk­um af­skipt­um af starfi þeirra. Í þess­um hópi eru 52 Nó­bels­verðlauna­haf­ar.

Banda­rísk­ir vís­inda­menn hafa stofnað með sér sér­stök sam­tök til að berj­ast gegn mis­notk­un stjórn­valda á vís­inda­leg­um niður­stöðum. Í yf­ir­lýs­ingu frá þeim seg­ir, að al­gengt sé, að al­rík­is­stofn­an­ir séu beðnar að breyta töl­um og vís­inda­leg­um niður­stöðum svo þær passi við stefnu stjórn­valda. Þá sé rit­skoðun beitt, ekki síst hvað varðar um­hverf­is­mál og kyn­fræðslu. Er því haldið fram, að þetta hafi gerst vegna þess, að meiri­hluti re­públi­kana á þingi hafi brugðist þeirri skyldu sinni að standa vörð um sjálf­stæði vís­inda- og fræðimanna. Kom þetta fram á frétta­vef BBC, breska rík­is­út­varps­ins, í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert