Ein vændiskvennanna sem myrt var í Ipswich var barnshafandi

Lögregla í rauðljósahverfinu í Ipswich.
Lögregla í rauðljósahverfinu í Ipswich. Reuters

Ein vændiskvennanna fimm sem myrtar hafa verið í Ipswich á Englandi var barnshafandi, að sögn lögreglu. Rannsókn morðanna sækist vel, segir lögreglan, er hefur þrengt hringinn um 50 grunaða.

Yfir þrjú hundruð lögreglumenn hvaðanæva af Englandi hafa tekið þátt í rannsókninni, sem er ein sú umfangsmesta sem farið hefur fram í Bretlandi.

Lík kvennanna, sem allar stunduðu vændi, hafa fundist á undanförnum tíu dögum. Þær voru á aldrinum 19 til 29 ára og hétu Gemma Adams, Tania Nicol, Anneli Alderton, Paula Clennell og Annette Nichols.

Dánarorsök hefur aðeins verið ákvörðuð í tveim tilvika, og segir lögreglan margt svipað með þeim morðum.

Morðin í Ipswich þykja minna á tvö alræmdustu morðmál í sögu Bretlands, Kobba kviðristu, sem myrti fimm vændiskonur í Austur-London 1888, og Yorkshire-raðmorðingjann sem myrti 13 konur á árunum 1975 til 1980.

Konurnar fimm sem myrtar hafa verið í Ipswich: Tania Nicol, …
Konurnar fimm sem myrtar hafa verið í Ipswich: Tania Nicol, Paula Clennell, Gemma Adams, Anneli Alderton og Annette Nicholls. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert