Palestínskur unglingur lést í átökum við ísraelska hermenn

Frá Nablus
Frá Nablus Reuters

Palestínskur unglingur lést í átökum við ísraelska hermenn í bænum Nablus á Vesturbakkanum í dag. Pilturinn, Amin Masluf, var liðsmaður í samtökum Al-Aqsa Martyrs. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher var skotið á þá og handsprengjum varpað að þeim án þess að nokkurn sakaði. Þeir hafi hins vegar séð þrjá vopnaða menn og skotið einn til bana. Alls hafa 5.612 látist frá því átök hófust á ný milli Palestínumanna og Ísraela í september 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert