Segir Lítvínenkó hafa verið myrtan vegna leyniskjala er hann bjó yfir

Höfuðstöðvar FSB, rússnesku leyniþjónustunnar, í Moskvu.
Höfuðstöðvar FSB, rússnesku leyniþjónustunnar, í Moskvu. Reuters

Vinur Alexanders Lítvínenkós, fyrrverandi njósnara rússnesku leyniþjónustunnar, segir hann hafa verið myrtan vegna þess að hann hafi haft undir höndum leynilegar upplýsingar er komið hafi mjög illa við háttsettan mann innan Kremlar, að því er BBC greindi frá í dag.

Þessi vinur Lítvínenkós heitir Júrí Shvets og er fyrrverandi njósnari hjá KGB. Hann sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að hann sjálfur og Lítvínenkó hafi unnið saman við að afla leynilegra bakgrunnsupplýsinga fyrir alþjóðleg fyrirtæki sem hugsanlega ætluðu að fjárfesta í Rússlandi.

Shvets segir að eitrað hafi verið fyrir Lítvínenkó eftir að skjalamappa sem Lítvínenkó hafði tekið saman - og mun hafa haft að geyma viðkvæmar upplýsingar og hefur nú verið afhent bresku lögreglunni - hafi verið lekið til þessa háttsetta en ónafngreinda manns í Moskvu.

Shvets segist telja að þetta hafi orðið kveikjan að eiturbyrluninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert