Óttast að borgarastyrjöld brjótist út milli Hamas og Fatah

Tveir Hamas-liðar á Gaza í dag.
Tveir Hamas-liðar á Gaza í dag. Reuters

Þrjár sprengjukúlur sprungu við bústað Mahmouds Abbas Palestínuforseta á Gaza í dag, þar sem liðsmenn tveggja fylkinga, Hamas og Fatah, hafa skipst á skotum síðan Abbas boðaði í gær til forseta- og þingkosninga á heimastjórnarsvæðunum. Palestínsk kona féll og níu Palestínumenn særðust þegar vopnaðir menn skutu á hóp fólks sem lýsti stuðningi við kosningaboð Abbas.

Hamas, sem nú heldur um stjórnvölinn í heimastjórn Palestínumanna, hefur fordæmt kosningaboð Abbas og líkt því við valdarán. Alls féllu tveir Palestínumenn í átökunum í dag. Meðal þeirra sem særðust var tíu ára stúlka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert