Eitrið sem drap Litvinenko kostaði 700 milljónir

Alexander Litvinenko var myrtur með pólóníum 210 sem kostaði 700 …
Alexander Litvinenko var myrtur með pólóníum 210 sem kostaði 700 milljónir. Reuters

Breska lögreglan telur að geislavirka efnið, pólóníum 210 sem notað var til að myrða Alexander Litvinenko hafi kostað tæplega 700 milljónir króna. Niðurstöður úr fyrstu rannsóknum á líki Litvinenkos hafa leitt í ljós að tífalt minni skammtur hefði dugað til að myrða hann.

Samkvæmt The Times veit lögreglan ekki hvers vegna svo stór skammtur af Pólóníum 210 var notaður en hún rannsakar nú hvort efnið var selt á svarta markaðnum. Lögreglan telur að annað hvort hafi svo stór skammtur verið notaður viljandi til að auðvelda breskum vísindamönnum rannsóknina og senda út sterk skilaboð eða að gerð hafi verið mistök.

Starfsmaður bresku leynilögreglunnar sagði í gær að það væri ekki hægt að kaupa svo mikið magn af efninu á netinu eða að stela því af rannsóknarstofu án þess að vekja grunsemdir. Hann sagði að trúlegt væri að efnið kæmi úr kjarnorkuveri eða frá ákaflega vel tengdum svartamarkaðsbraskara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert