Tíu ára fangelsi fyrir aðild að öfgafullum samtökum

Franskur áfrýjunardómstóll staðfesti í dag tíu ára fangelsisdóm yfir Alsírbúanum, Rachid Ramda, fyrir aðild samtökum öfgasinnaðra múslima sem stóðu að baki sprengjutilræði í neðanjarðarlestakerfi Parísar árið 1995. Ramda heldur fram sakleysi sínu en hann var í mars sakfelldur fyrir aðild að samtökunum. Átta létust í sprengjuárásunum og um 200 særðust.

Ramda var framseldur til Frakklands í desember 2005 frá Bretlandi en þar hafði hann verið í tíu ár í haldi. Lögfræðingur hans vildi meina að draga ætti vistina á bak við lás og slá í Bretlandi frá fangelsisdómnum nú. Ekki hefur verið dæmt í máli Ramda um aðild að sprengjuárásinni sjálfri en saksóknari hefur krafist lífstíðardóm yfir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert