Raul Castro boðar frjálslyndari stjórnunarhætti

Raul Castro fer tímabundið með stjórnvölin í Kúbu.
Raul Castro fer tímabundið með stjórnvölin í Kúbu. Reuters

Raul Castro sem gegnir embætti forseta Kúbu í veikindum bróður síns, tilkynnti að hann myndi dreifa ábyrgðinni meira en bróður hans hefur gert til þessa og flytja færri ræður. Hann gaf einn einnig til kynna að teknir yrðu upp nýir stjórnunarhættir og hvatti til opinskárri umræðu á Kúbu.

Raul tilkynnti 800 leiðtogum háskólanemenda að þeir ættu óhræddir að taka þátt í opinskárri umræðu og greiningu í viðtali við Granma, málgagni kommúnistaflokksins á Kúbu.

Raul sagði í viðtalinu að eftir langa þjónustu sem varnarmálaráðherra landsins hefði hann lært að hlusta á ólíkar hugmyndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert