Veðurstofa Íslands spáir suðaustan hvassviðri sunnan og vestantil og rigning, en talsverð rigning sunnantil. Hægari vindur og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Dregur úr vindi í dag og styttir að mestu upp um landið vestanvert upp úr hádegi. Fer aftur að rigna suðvestan- og vestantil kringum miðnætti. Milt í veðri. Suðvestan 8-15 m/s á morgun og kólnar í veðri. Skúrir eða dálítil él, en léttir til um landið norðaustanvert síðdegis.
Vegir eru víðast auðir, þó eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar. Það eru þungatakmarkanir í öllum landshlutum.