Dauðadómur yfir Saddam Hussein staðfestur

Saddam Hussein lætur skammirnar dynja á dómara í réttarsal í …
Saddam Hussein lætur skammirnar dynja á dómara í réttarsal í Bagdad. Reuters

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Írak vísaði í dag frá áfrýj­un á dauðadómi yfir Saddam Hus­sein, fyrr­ver­andi Íraks­for­seta. Ráðgjafi Íraka í þjóðarör­ygg­is­mál­um, Mouwafak al-Ru­baie, seg­ir dóm­stól­inn hafa staðfest þann dóm að Hus­sein skuli hengd­ur.

Hus­sein var dæmd­ur til dauða 5. nóv­em­ber síðastliðinn fyr­ir að skipa fyr­ir um að 148 sjít­ar skyldu tekn­ir af lífi árið 1982. Ástæðan var sögð bana­til­ræði á hend­ur Hus­sein.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka