Saddam Hussein, fyrverandi forseti Íraks, sagðist í reiðubúinn að ,,fórna sjálfum sér” og hvatti Íraka til að samaeinast gegn óvinum sínum. Saddam sagði í bréfinu, sem hann skrifaði í fangaklefa sínum, að hann væri reiðubúinn að fórna sér, ,,Ég fórna mér. Ef það er vilji guðs, mun hann skipa mér með sönnum körlum og pislarvottum.
Dauðadómur yfir einræðisherranum fyrrverandi var staðfestur í gær með þeim tilmælum að dauðadómnum skuli fullnægt innan 30 daga.
Í bréfinu kennir Hussein Bandaríkjamönnum og Írönum um blóðbaðið í Írak, en deilur súníta og sjíta í Írak hafa kostað fjölda manns lífið.
Í bréfi sínu sakar Hussein ,,innrásarmenn og Persa” um að hafa rekið fleyg í írösku þjóðina til að binda enda á samstöðu þjóðarinnar.