Í dag snjóaði í Miðausturlöndum. Er þetta fyrsti snjór vetrarins á þessu svæði, en ekki er óalgengt að snjói í Ísrael og á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna yfir vetrarmánuðina. Á myndinni sést aldraður íbúi í Ramallah á Vesturbakkanum leita skjóls undan snjókomunni í dag.