Bandaríkjaher býr sig undir bakslag í kjölfar aftöku Saddams

Írakar dulbúa sig sem hryðjuverkamenn við athöfn sem haldinn var …
Írakar dulbúa sig sem hryðjuverkamenn við athöfn sem haldinn var í Sadr City í Bagdad í dag til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárása. AP

Frances Town­send, ráðgjafi Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seta í heima­varn­ar­mál­um og fyr­ir­byggj­andi aðgerðum gegn hryðju­verk­um, sagði í sjón­varps­viðtali í dag að ekk­ert bendi til þess að Banda­rík­in standi frammi fyr­ir auk­inni hryðju­verka­ógn í upp­hafi nýs árs en að yf­ir­völd muni þó halda vöku sinni í þeim mála­flokki.

Town­send sagði í viðtal­inu, sem sýnt var á frétta­stöð ABC, að banda­rísk yf­ir­völd séu þó sér­stak­lega á verði gagn­vart hugs­an­leg­um hefnd­araðgerðum verði Saddam Hus­sein, fyrr­um Íraks­for­seti, tek­inn af lífi og að banda­ríska herliðið í Írak búi sig nú sér­stak­lega und­ir bak­slag í ör­ygg­is­mál­um í Írak vegna af­töku hans.

„Við mun­um taka það al­var­lega. Við höf­um aug­ljós­lega herlið þar sem er í viðbragðsstöðu og búið und­ir það sem framtíðin ber í skauti sér. Hér heima er viðbúnaður okk­ar hins veg­ar sá sami og vant er,” sagði hún.

Town­send sagði jafn­framt að þrátt fyr­ir að Banda­ríkja­menn séu blessaðir með bjart­sýni megi þeir ekki gleyma því að þeir eigi sér mjög hættu­lega óvini. „Við höf­um verið það hepp­in að verða ekki fyr­ir fleiri árás­um en það þýðir ekki að óvin­ir okk­ar hafi ekki leng­ur hug á því að drepa Banda­ríkja­menn og að þeir séu ekki að reyna það,” sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert