Forsetinn fyrirskipaði íkveikju til að kenna kirkjuleiðtogum lexíu

For­seti Miðafr­íku­lýðveld­is­ins, Franco­is Bozize, greindi frá því í dag að hann hafi fyr­ir­skipað hern­um að kveikja í heim­il­um tveggja leiðtoga kirkju­deilda inn­an bapt­i­sta­kirkj­unn­ar. Seg­ir hann að þeir hafi fyr­ir­skipað hið sama yrði gert við heim­ili sókn­ar­prests í höfuðborg lands­ins. Seg­ir Bozieze að með þessu hafi hann viljað kenna þeim lex­íu.

Sam­kvæmt for­set­an­um vildi hann að þeir upp­lifðu hið sama og þeir höfðu látið yfir prest­inn ganga en kirkju­deild­ir sem þeir stýra eru í and­stöðu við hina hefðbundnu bapt­i­sta­kirkju í land­inu. Hafði sókn­ar­börn­um þeirra verið vísað frá kirkju á jól­un­um.

Leiðtog­arn­ir voru hneppt­ir í fang­elsi auk sjö annarra fyr­ir að hafa kveikt í húsi prests­ins.

Að sögn Bozize verða þeir leyst­ir úr haldi þar sem þeir hafi hlotið sína refs­ingu með því að heim­ili þeirra urðu eldi að bráð. Seg­ir hann að það hafi verið reiði Guðs sem hafi stjórnað för og þeir muni ef­laust aldrei láta kveikja í húsi á ný. Bozize er mjög heit­trúaður og virk­ur meðlim­ur í bapt­i­sta­kirkj­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert