Ný kosningalög sett í Túrkmenistan

Stytta af Saparmurats Niyazovs
Stytta af Saparmurats Niyazovs Reuters

Stjórn­völd í Túrk­men­ist­an kynntu í dag ný kosn­inga­lög sem fela það í sér að for­seta­kosn­ing­arn­ar sem haldn­ar verða í land­inu í fe­brú­ar verði und­ir styrkri stjórn stjórn­valda. Sam­kvæmt þeim mega þeir sex fram­bjóðend­ur sem vald­ir voru fyrr í vik­unni hitta kjós­end­ur að máli og kynna stefnu­mál sín í fjöl­miðlum. Þeir mega hins veg­ar ekki verja öðru fé til kosn­inga­bar­átt­unn­ar en því sem þeim verður út­hlutað úr op­in­ber­um sjóðum.

Skipu­lagn­ing kosn­inga­funda verður í hönd­um sveit­ar­stjórna og mega fram­bjóðend­ur ekki ræða við kjós­end­ur á öðrum vett­vangi.

For­seta­kosn­ing­ar eiga að fara fram í Túrk­men­ist­an 11. fe­brú­ar og kos­inn verður þá eft­ir­maður Sap­armurats Niyazovs, sem lést ný­verið og var ein­ráður í land­inu í 21 ár. Niyazov komst til valda í Túrk­men­ist­an árið 1985 og stýrði rík­inu með harðri hendi. Túrk­men­ist­an fékk sjálf­stæði árið 1991 og árið 1999 var Niyazov skipaður for­seti til lífstíðar.

Svo­nefnt Alþýðuráð, sem er skipað 2.500 emb­ætt­is­mönn­um, ákvað kjör­dag­inn og valdi einnig farm­bjóðend­urna sex. Þeirra á meðal er Gur­banguly Ber­dymuk­hammedov, bráðabirgðafor­seti lands­ins, þótt stjórn­ar­skrá Túrk­men­ist­ans kveði á um að sá sem gegni for­seta­embætti til bráðabirgða geti ekki boðið sig fram í for­seta­kosn­ing­um. Ráðið breytti stjórn­ar­skrárá­kvæðinu.

Verður þetta í fyrsta skipti sem Túrk­men­ar fá að kjósa á milli fram­bjóðenda í for­seta­kosn­ing­um. Ber­dymuk­hammedov þykir lík­leg­ast­ur til að hljóta hnossið en yf­ir­maður kjör­stjórn­ar, Murad Kariyev, til­kynnti fyrr í vik­unni að hann myndi gera hvað sem er til þess að tryggja Ber­dymuk­hamedov sig­ur­inn.

Sam­kvæmt nýju lög­un­um mega inn­lend­ir sem er­lend­ir aðilar fylgj­ast með kosn­ing­un­um sem og fjöl­miðlar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert