Gengið frá öllum pappírum vegna aftöku Saddams

Íraskur úrsmiður við vinnu sína undir mynd af Saddam Hussein, …
Íraskur úrsmiður við vinnu sína undir mynd af Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks. AP

Íraski dómarinn Moneer Haddad, sem fenginn hefur verið til að verða vitni að aftöku Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, segist hafa fengið fyrirmæli um að vera til reiðu þar sem aftakan muni hugsanlega fara fram í kvöld eða snemma í fyrramálið. Haddad er einn þeirra dómara sem hafnaði áfrýjunarbeiðni Saddams fyrr í þessari viku, og kveðst hann hafa verið fenginn til þess ásamt öðrum dómara að vera við aftökuna.

Þá sagði ónefndur íraskur þingmaður, sem er sagður náinn samstarfsmaður Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks, fyrr í dag að gengið hafi verið frá öllum nauðsynlegum pappírum vegna aftökunnar og að hún muni að öllum líkindum fara fram snemma í fyrramálið eða næstkomandi fimmtudag er íslömsku Eid al-Adha hátíðinni lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert