Saddam enn í haldi Bandaríkjamanna

Saddam Hussein.
Saddam Hussein. Reuters

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, er enn í haldi Bandaríkjamanna í Írak. Fréttir bárust um það í morgun, að Bandaríkjamenn hefðu framselt Saddam til íraskra stjórnvalda svo hægt væri að framfylgja dauðadómi yfir honum en háttsettur íraskur embættismaður sagði í dag að þetta væri ekki rétt.

Saddam hefur verið í haldi í Camp Cropper, bandarísku herfangelsi í Bagdad. Bæði Bandaríkjamenn og Írakar hafa sagt, að framselja verði Saddam til íraskra embættismanna áður en hann verður tekinn af lífi. Hæstiréttur Íraks staðfesti á þriðjudag dauðadóm yfir Saddam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert