Bush fagnar aftöku Saddams

Reuters

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann fagn­ar af­töku Saddams Hus­sein, fyrr­um Íraks­for­seta, en var­ar jafn­framt við því að af­taka hans muni ekki binda enda á of­beldið í Írak. Scott Stanzel, talsmaður Hvíta húss­ins, seg­ir Bush hafa verið sof­andi er af­tak­an fór fram.

"Það að Saddam Hus­sein svari til saka mun ekki bida enda á of­beldið í Írak en það er mik­il­væg­ur horn­steinn í þróun Íraks sem lýðræðis­rík­is sem get­ur ríkt, varað og varið sig," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu hans.

"For­set­inn lauk deg­in­um í þeirri vissu að síðasti hluti þess fer­ils að rétt­lætið næði fram að ganga í máli Sadda­mns Hus­seins væri haf­inn," sagði Stanzel og þegar hann var spurður að því hvort for­set­inn hefði sofið er af­tak­an fór fram svaraði hann: "Það er rétt."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert