Bush fluttur í byrgi vegna óveðurs

Farið var með bandarísku forsetahjónin í skjól vegna yfirvofandi hvirfilbyls.
Farið var með bandarísku forsetahjónin í skjól vegna yfirvofandi hvirfilbyls. AP

George W. Bush forseta Bandaríkjanna var fluttur í sérstakt byrgi á Crawford búgarðinum sem er í eigu forsetans og staðsettur er í miðju Texasríki. Forsetinn, kona hans Laura og hundarnir Barney og Miss Beazley voru flutt í byrgið eftir að veðurfræðingar gáfu út formlega viðvörun um væntanlegan hvirfilbyl.

Fréttavefur BBC skýrði frá því að farið hefði verið með forsetahjónin og hunda þeirra í brynvörðum bíl að byrginu en þegar þangað var komið hafði óveðrinu slotað og ekki reyndist nauðsynlegt að hýsa þau þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert