Skiptar skoðanir um aftöku Saddams Hussein

Indversk stúlka í borginni Kolkata kveikir á kertum í minningu …
Indversk stúlka í borginni Kolkata kveikir á kertum í minningu Saddams Hussein. Reuters

Þjóðarleiðtog­ar víða um heim hafa skipst í tvo flokka í skoðunum sín­um á af­töku Saddams Hus­sein í morg­un og eru ekki á eitt sátt­ir hvort hún hafi verið skref í átt til friðar eða orki sem hvatn­ing til frek­ari átaka í Miðaust­ur­lönd­um. Geor­ge W. Bush for­seti Banda­ríkj­anna sagði að Hus­sein hefði hlotið sann­gjarna málsmeðferð og það sama rétt­læti sem fórn­ar­lömb hans sjálfs hefðu hlotið.

Ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, Marga­ret Beckett sagði að Saddam Hus­sein hefði nú svarað fyr­ir hluta af þeim hrotta­legu glæp­um sem hann framdi gegn ír­ösku þjóðinni en bætti við að hún for­dæmdi dauðarefs­ing­una og slíkt hið sama hafa marg­ir leiðtog­ar Evr­ópu­landa gert sem og mann­rétt­inda­sam­tök.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert