Tveimur breskum kjarnorkuverum lokað í dag

Á myndinni sést kjarnorkuverið í Kent.
Á myndinni sést kjarnorkuverið í Kent. AP

Byrjað var í dag að slökkva á ofnum kjarnorkuveranna í Dungeness í Kent og Sizewell í Suffolk en þetta eru tvö elstu kjarnorkuver á Bretlandseyjum. Verin hafa verið í notkun í 40 ár en ríkisfyrirtækið, sem rekur þau, segir að nú verði slökkt á kjarnaofnunum í samræmi við áætlun um að leggja niður öll núverandi kjarnorkuver landsins nema eitt á næstu 16 árum.

Gert er ráð fyrir að ný kjarnorkuver verði byggð í stað þeirra 23 sem lögð verða niður. Einkafyrirtæki munu byggja nýju verin án ríkisstyrkja.

Gert er ráð fyrir að það taki 2-3 ár að fjarlægja eldsneyti úr verunum tveimur, sem lokað verður í dag. Verður kjarnorkueldsneytið flutt í endurvinnslustöðina í Sellafield á vesturströnd Englands. Gert er ráð fyrir að hreinsun á svæðunum ljúki ekki fyrr en árið 2110.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert