Tveimur breskum kjarnorkuverum lokað í dag

Á myndinni sést kjarnorkuverið í Kent.
Á myndinni sést kjarnorkuverið í Kent. AP

Byrjað var í dag að slökkva á ofn­um kjarn­orku­ver­anna í Dungeness í Kent og Sizewell í Su­ffolk en þetta eru tvö elstu kjarn­orku­ver á Bret­lands­eyj­um. Ver­in hafa verið í notk­un í 40 ár en rík­is­fyr­ir­tækið, sem rek­ur þau, seg­ir að nú verði slökkt á kjarna­ofn­un­um í sam­ræmi við áætl­un um að leggja niður öll nú­ver­andi kjarn­orku­ver lands­ins nema eitt á næstu 16 árum.

Gert er ráð fyr­ir að ný kjarn­orku­ver verði byggð í stað þeirra 23 sem lögð verða niður. Einka­fyr­ir­tæki munu byggja nýju ver­in án rík­is­styrkja.

Gert er ráð fyr­ir að það taki 2-3 ár að fjar­lægja eldsneyti úr ver­un­um tveim­ur, sem lokað verður í dag. Verður kjarn­orku­eldsneytið flutt í end­ur­vinnslu­stöðina í Sellafield á vest­ur­strönd Eng­lands. Gert er ráð fyr­ir að hreins­un á svæðunum ljúki ekki fyrr en árið 2110.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert