Frakkar mótmæla nýju ári

Mörg hundruð manns í Nantes í Frakklandi tóku á móti nýju ári með því að mótmæla því. Farið var í mótmælagöngu gegn árinu, en með þessu var göngufólkið að henda gaman að mótmælaáráttu Frakka. Bar göngufólkið stóra mótmælaborða sem á stóð: „Nei við 2007“.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Á öðrum mótmælaborða sagði að gamla árið væri betra en það nýja. Göngufólkið hvatti stjórnvöld og Sameinuðu þjóðirnar til að stöðva „tryllta tímans rás“ og banna framtíðina.

Þrátt fyrir þessi hörðu mótmæli gekk 2007 í garð, en göngufólkið var ekki af baki dottið og hóf þegar að mótmæla næsta ári og hrópaði: „Nei við 2008!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert