Frakkar mótmæla nýju ári

Mörg hundruð manns í Nan­tes í Frakklandi tóku á móti nýju ári með því að mót­mæla því. Farið var í mót­mæla­göngu gegn ár­inu, en með þessu var göngu­fólkið að henda gam­an að mót­mæla­áráttu Frakka. Bar göngu­fólkið stóra mót­mæla­borða sem á stóð: „Nei við 2007“.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur BBC.

Á öðrum mót­mæla­borða sagði að gamla árið væri betra en það nýja. Göngu­fólkið hvatti stjórn­völd og Sam­einuðu þjóðirn­ar til að stöðva „tryllta tím­ans rás“ og banna framtíðina.

Þrátt fyr­ir þessi hörðu mót­mæli gekk 2007 í garð, en göngu­fólkið var ekki af baki dottið og hóf þegar að mót­mæla næsta ári og hrópaði: „Nei við 2008!“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert