Norðmenn kaupa mengunarkvóta vegna ferðalaga opinberra starfsmanna

Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hlýnun í andrúmslofti jarðar og kaupa koltvísýringslosunarkvóta vegna flugferða opinberra starfsmanna til útlanda, að því er Jens Stoltenberg forsætisráðherra greindi frá í gær.

„Við viljum ganga á undan með góðu fordæmi,“ sagði Stoltenberg í nýjársdagsávarpi sínu.

Þeir opinberu starfsmenn sem áætlun stjórnvalda nær til fara í um 20.000 millilandaflugferðir á ári. Kostnaður við að kaupa kvóta vegna þessara ferða mun nema um 2,5 milljónum norskra króna, að því er fréttastofan NTB segir.

Stoltenberg skoraði á norsk fyrirtæki að fylgja fordæmi stjórnvalda. „Haust- og vetrarmánuðirnir hafa verið þeir hlýjustu í heila öld, og það er aðvörun sem taka verður mark á,“ sagði Stoltenberg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka