Vilja banna flugeldasölu til almennings í Noregi

Norðmenn íhuga að banna sölu á flugeldum til almennings.
Norðmenn íhuga að banna sölu á flugeldum til almennings. mbl.is/Ómar

Að minnsta kosti 20 Norðmenn hlutu augnskaða um áramótin af völdum flugelda. Opinber nefnd lagði til í haust að banna sölu á flugeldum til almennings og deildarstjóri hjá norsku lýðheilsustöðinni segir að slíkt bann sé algerlega nauðsynlegt.

Meðal rakanna, sem nefndin færði fyrir flugeldasölubanni, voru þau að slysum af völdum flugelda um áramót hafi fjölgað ár frá ári. Í ár hafa að minnsta kosti 156 slys verið rakin til flugelda en um áramótin 2001-2002 voru slík slys 128 talsins.

„Flugeldar eru hættuleg vara en þeir eru orðnir einskonar leikföng fullorðins fólks, sem oft er jafnframt drukkið. Í flugeldum er púður og sprengiefni og þegar það blandast áfengi er mikil hætta á ferð," hefur Aftenposten eftir Torill Tandberg, deildarstjóra hjá lýðheilsustofnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert