Bjargaðist á síðustu stundu úr sorphirðubíl

Maður sem sofnaði í ruslagámi í Michigan í Bandaríkjunum vaknaði í sorpbíl í þann mund sem þjappa átti farmi hans saman, en bjargaðist á síðustu stundu eftir að hann hringdi í ofboði úr gemsanum sínum í lögreglu.

Maðurinn vissi ekki annað en svona um það bil hvar gámurinn hafði verið er hann lagðist til svefns í honum, en hafði ekki hugmynd um hvar sorpbíllinn var staddur er hann vaknaði. Þegar hann hringdi í lögregluna sagði hann að bíllinn væri byrjaður að þjappa saman sorpinu. Svo rofnaði samband við manninn.

Lögreglumenn sem komu auga á sorpbíl á bílastæði fóru og börðu bílinn utan og heyrðu þá einhvern berja hann að innan. Ökumaður bílsins tæmdi hann á stæðinu og fannst þá maðurinn heill á húfi í sorpinu.

Lögregla sagði manninn ekki vera umrenning heldur væri hann atvinnulaus og hefði verið í gámnum að leita að tómum flöskum að selja þegar hann sofnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert