Flestum Þjóðverjum þykir eftirsjá að markinu

Reuters

Fimm árum eftir að evran tók við af þýska markinu telur meirihluti Þjóðverja að það hafi verið slæm hugmynd að skipta um gjaldmiðil.

Sextíu prósent eitt þúsund aðspurðra töldu upptöku evrunnar hafa verið afturför, en 39% töldu það hafa verið framfaraskref.

Það var Emnid-stofnunin sem gerði könnunina fyrir fréttarásina N24.

Þjóðverjar hafa kvartað yfir því að kaupmenn hafi notfært sér upptöku evrunnar til að hækka verð, og hefur þessi sameiginlegi Evrópugjaldmiðill verið uppnefndur „teuero“, en þýska orðið teuer þýðir dýr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert