Myndsíminn sterkasta frelsistáknið og beittasta áróðurstækið í Írak

Írakar syrgja við lík Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, í Ouja, …
Írakar syrgja við lík Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, í Ouja, 115 km norður af Bagdad höfuðborg Íraks. Í bakgrunninum má sjá nokkra viðstadda taka myndir á farsíma. AP

Myndsíma­upp­tök­ur af af­töku Saddams Hus­seins, fyrr­um Íraks­for­seta, sem tekn­ar voru á farsíma eru án efa um­töluðustu og áhrifa­mestu upp­lýs­ing­arn­ar sem borist hafa frá Írak frá því mynd­ir af misþyrm­ing­um banda­rískra her­manna á föng­um í Abu Ghraib fang­els­inu voru birt­ar árið 2004. Mynd­irn­ar þykja einnig tákn­ræn­ar fyr­ir það mik­il­vægi sem farsíma­mynda­vél­ar hafa öðlast í Írak sem áróðurs­tæki, frels­is- og sjálf­stæðis­tákn. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Farsíma­mynda­vél­ar hafa einnig farið með stórt hlut­verk í bar­áttu íraskra upp­reisn­ar­manna sem að stór­um hluta hef­ur farið fram á Net­inu. Þannig hafa mynd­bönd, sem sýna hrotta­leg­ar af­tök­ur, og birt­ar hafa verið á Net­inu yf­ir­leitt verið tekn­ar á farsíma.

Ólíkt því sem verið hef­ur í flest­um öðrum lönd­um bygg­ist nýja upp­lýs­inga­bylt­ing­in í Írak á farsím­an­um frem­ur en Net­inu en af 27 millj­ón­um íbúa lands­ins hef­ur ein­ung­is 0,1% aðgang að Net­inu. Til sam­an­b­urðar hafa um 10% íbúa Írans aðgang að Net­inu.

Frá inn­rás Banda­ríkja­manna og Breta í Írsk árið 2003 hef­ur síma­lín­um í land­inu fjölgað úr 1,2 millj­ón jarðsíma­lín­um í 4,6 millj­ón­ir jarð- og farsíma­lín­ur og starfs­fólk á skrif­stofu BBC í Bagdad seg­ir greini­lega aukn­ingu hafa orðið í notk­un farsíma til að dreifa of­beld­is­full­um áróðri eft­ir sprengju­árás á mosku sjíta í Samarra í fe­brú­ar á síðasta ári.

Þá sagði farsíma­sali í Bagdad blaðamanni AFP frétta­stof­unn­ar dag­inn eft­ir að Saddam Hus­sein var tek­inn af lífi að hann seldi bæði aðgang að hinni óop­in­beru myndsíma­upp­töku af af­tök­unni og DVD diska með henni.

Simon Hend­er­son, sem starfar hjá Washingt­on Institu­te for Near East Policy og hef­ur skrifað bók um Saddam Hus­sein, seg­ir sölu á mynd­band­inu minna á það að í valdatíð Saddams hafi mynd­bönd sem sýndi pynt­ing­ar og af­tök­ur stjórn­ar­and­stæðinga verið seld­ar á göt­um úti.

Sögu­leg mis­tök á af­tökustaðnum og í aðdrag­anda af­tök­unn­ar

Í ljósi þeirra miklu og þekktu áhrifa sem mynd­bands­upp­tök­ur hafa í áróðurs­stríðinu í Írak vek­ur það furðu að ír­ösk yf­ir­völd skuli ekki hafa komið í veg fyr­ir að órit­skoðaðar mynd­ir af af­töku Saddams skyldu leka út en Sami al-Ask­ari, ráðgjafi Nouri Maliki, for­sæt­is­ráðherra Íraks, sagði eft­ir að frétt­ist af mynd­bands­upp­tök­unni að sam­komu­lag hefði verið gert um það að ekki yrðu tekn­ar mynd­ir á mynda­vélasíma í af­töku­klef­an­um.

Banda­ríski fjöl­miðla­fræðing­ur­inn Danny Schechter seg­ir greini­legt að sögu­leg mis­tök hafi átt sér stað bæði á af­tökustaðnum og við þá ákv­arðana­töku sem leiddi til af­tök­unn­ar. Þá seg­ir hann kæru­leysi íraskra yf­ir­valda í mál­inu til marks um það að þau hafi ekki viljað hlusta á ráðlegg­ing­ar og verið reiðubú­in til að hætta á stig­mögn­un í trú­flokka­stríðinu í land­inu.

Banda­ríski hernaðarsér­fræðing­ur­inn Ant­hony Cor­desm­an, sem starfar hjá Centre for Stra­tegic and In­ternati­onal Studies, sefg­ir hins veg­ar erfitt að koma í veg fyr­ir upp­tök­ur á fald­ar mynda­vél­ar. „Þetta er ekki eitt­hvað sem yf­ir­völd geta komið í veg fyr­ir nema þau hafi mikla reynslu í slíku og það hef­ur þessi stjórn greini­lega ekki,” seg­ir hann. Þá bend­ir hann á að af­tak­an hafi þurft að fara fram með skömm­um fyr­ir­vara til að koma í veg fyr­ir að stuðnings­menn Saddams fengju veður af henni og staðsetn­ingu henn­ar í tíma til að skipu­leggja hryðju­verk eða björg­un­araðgerðir og að það hafi greini­lega sett mark sitt á fram­kvæmd henn­ar. „Þetta eru stríðstím­ar og íraska rík­is­stjórn­in er und­ir miklu álagi auk þess sem vest­ræn gildi eru ekki, svo vægt sé til orða tekið, í há­veg­um höfð í þess­um heims­hluta," seg­ir hann.

Simon Hend­er­son bend­ir einnig á að rekja megi löng­un Íraka til að sjá af­töku Saddams til þeirr­ar of­beld­is­menn­ing­ar sem hann hafi sjálf­ur skapað í valdatíð sinni en Saddam er m.a. sagður hafa farið með syni sína Uday og Qusay til að horfa á pynt­ing­ar.

Mynd­skeið: Segja óviðkom­andi menn hafa verið viðstadda af­tök­una

Mynd­skeið: Af­töku Hus­seins næst­um frestað

Fleiri frétt­ir: Saddam Hus­sein tek­inn af lífi

Mynd tekin á myndavélasíma af Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseta, skömmu …
Mynd tek­in á mynda­vélasíma af Saddam Hus­sein, fyrr­um Íraks­for­seta, skömmu áður en hann var tek­inn af lífi. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert