Aftökum í Írak frestað

Awad Ahmed al-Bandar
Awad Ahmed al-Bandar Reuters

Aft­ö­ku Barz­an Ibra­him al-Tik­r­iti, fy­r­rv­er­andi yf­irm­anns írös­ku ley­niþjónust­unnar og hálf­bróður Sadd­ams Hu­sseins, og Awad Ahm­ed al-Bandar, fy­r­rv­er­andi yf­irm­anns íraska by­lt­ing­ard­óm­sst­óls­ins hef­ur verið frestað þar til á sunnudag, þetta hef­ur fréttastof­an AFP eftir hátt settum írös­kum em­bætt­is­m­önnum.

Til stóð að taka mennina af lífi í dag en mikið hef­ur verið þrýst á írösk stjórnvöld að hætta við aft­ö­kurnar, seg­ir hátt sett­ur em­bætt­ismaður á skr­i­fstofu fors­æt­is­ráðherrans Nouri al-Maliki að þessi þrýst­ing­ur sé ástæða þess að aft­ö­kunum hef­ur verið frestað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert