Aftöku Barzan Ibrahim al-Tikriti, fyrrverandi yfirmanns írösku leyniþjónustunnar og hálfbróður Saddams Husseins, og Awad Ahmed al-Bandar, fyrrverandi yfirmanns íraska byltingardómsstólsins hefur verið frestað þar til á sunnudag, þetta hefur fréttastofan AFP eftir hátt settum íröskum embættismönnum.
Til stóð að taka mennina af lífi í dag en mikið hefur verið þrýst á írösk stjórnvöld að hætta við aftökurnar, segir hátt settur embættismaður á skrifstofu forsætisráðherrans Nouri al-Maliki að þessi þrýstingur sé ástæða þess að aftökunum hefur verið frestað.