Einelti er jafn algengt á heimilum fyrir eldri borgara í Danmörku og annars staðar í samfélaginu samkvæmt upplýsingu fagfólks sem danska blaðið MetroXpress ræddi við. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
„Við verðum oft vitni að því að gamla fólkið kemur óþægilega fram hvert við annað. Það talar illa hvert um annað og það er jafn mikið um baktal á meðal þeirra og skólabarna,” segir Erik Lehm, formaður samtakanna Lederforum sem þjálfar fagfólk til starfa á meðal aldraðra. „Þó það sé sjaldgæft þá verðum við líka vitni að valdbeitingum. Þegar fólk er hrakið inn í horn þá eiga það allir til að slá frá sér.
Karen Stæhr, deildarstjóri í félags- og heilbrigðismáladeild starfsmannafélags opinberra starfsmanna, tekur í sama streng. „Þau geta átt það til að ráðist illilega á starfsfólkið, hrækja á það og sýna því kynferðislega áreitni.
Eva Kjer Hansen, félagsmálaráðherra Danmerkur, segist telja að hægt sé að taka á vandanum á hverjum stað fyrir sig. „Ef það koma upp vandamál sem tengjast einelti á hjúkrunarheimili þá mæli ég með því að tekið verði á málinu innan heimilisins eða sveitarfélagsins. Það er einnig tilvalið að leita ráða hjá ráðgjöfum hins opinbera vilji fólk kafa dýpra í málið,” segir hún.