Mikil leit stendur enn yfir á landi og yfir sjó að flugvél með 102 manneskjur innanborðs, sem hvarf yfir eyjunni Sulawesi í Indónesíu á mánudag. Tilkynnt var á þriðjudagsmorgun að flakið hefði fundist og 12 hefðu komist lífs af en þær fréttir reyndust síðan vera rangar og enn hefur ekkert sést til vélarinnar. Flugmennirnir sendu ekki frá sér neyðarkall áður en talstöðvarsamband rofnaði við vélina.
Flugvélin var á leið frá eyjunni Jövu til Mandao á Sulawesi. Að sögn Iksan Tatang, flugmálastjóra Indónesíu, gáfu samskipti við flugmenn vélarinnar ekki til kynna að neitt amaði að veðri eða tæknibúnaði. Hann sagði, að flugvél í nágrenninu og gervinhöttur hefðu tekið á móti merki frá neyðarsendi vélarinnar, sem fer af stað við högg.