Scandic-hótelkeðjan í Noregi neitar að hýsa Kúbumenn

Frá Ósló
Frá Ósló

Scandic-hótelkeðjan í Noregi neitað að hýsa gesti frá Kúbu, í samræmi við stefnu nýrra, bandarískra eigenda keðjunnar, og hefur þetta vakið hörð viðbrögð fjölmargra samtaka í landinu.

Er þess krafist að norsk stjórnvöld neiti fyrirtækjum á borð við Scandic um leyfi til að starfa í Noregi.

Eftir að kúbanskri ferðamálasendinefnd var neitað um gistingu á Scandic Edderkoppen-hótelinu í Ósló krafðist norska alþýðusambandið (LO) þess að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fyrirtækjum sem starfi „samkvæmt ólöglegu viðskiptabanni Bandaríkjanna [gegn Kúbu] en ekki stefnu norskra yfirvalda“.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.

Samtök sem berjast gegn kynþáttamisrétti hafa höfðað mál á hendur Edderkoppen, framkvæmdastjóra Hilton-hótelkeðjunnar, sem nú á Scandic-keðjuna, og Scandic í Noregi á grundvelli laga sem banna að þjónustu sé neitað á grundvelli ríkisborgararéttar eða af kynþáttabundnum ástæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert